Akstursdagbók

Fáðu ferðirnar beint í bókina

Nýjung í Verna appinu 🚀

Margir fá endurgreiðslur frá vinnuveitanda vegna aksturs á vegum fyrirtækisins. Þessar endurgreiðslur eru undanþegnar skatti ef þú heldur akstursdagbók til að sýna fram á hvert var ekið, lengd í kílómetrum, dagsetningu og tilgang ferðar. Þar komum við inn - upplýsingar um ferðir eru sjálfvirkt vistaðar og þú getur sótt yfirlit hvenær sem er. Ekkert bras, ekkert maus 🤝 Akstursdagbók Verna er komin út í "betaútgáfu" sem þýðir að viðskiptavinir geta prófað hana sér að kostnaðarlausu fram til 31.12.2024, en þá verður endanleg útgáfa sett í loftið.

Veldu réttar ferðir ✓

Veldu þær ferðir sem þú vilt sýna í yfirlitinu og merktu tilgang ferðarinnar, appið sér um rest.

Fáðu yfirlitið 🔎

Í lok mánaðar getur þú tekið út yfirlit fyrir akstursdagbók og sent á vinnuveitanda fyrir endurgreiðslu. Í lok árs færðu heildaryfirlit sem þú getur notað í skilum til Ríkisskattstjóra til að koma í veg fyrir að þessar tekjur séu skattlagðar.

Frítt til 31 des 📣

Þú getur prufað akstursdagbókina frítt til 31.des 2024. Eftir það greiða viðskiptavinir 595 kr. á mánuði sem eru með bílatryggingar hjá Verna. Aðrir notendur greiða 895 kr. á mánuði. Enginn binditími - þú getur sagt upp áskrift að akstursdagbókinni hvenær sem er.

Einhverjar spurningar?

  • Fjölmargir einstaklingar fá endurgreiðslur frá vinnuveitanda vegna aksturs á vegum fyrirtækisins. Endurgreiðslur geta verið í formi fastra mánaðarlegra akstursstyrkja eða í formi endurgreiðslna per ekna kílómetra í mánuði. Þessar endurgreiðslur eru undanþegnar skatti að því gefnu að einstaklingurinn haldi akstursdagbók til að sýna fram á hvert var ekið, fjölda km, dagsetningu og tilgang ferðar.

  • Það er ekkert mál að segja upp áskriftinni þinni. Veldu prófil flipann uppi í vinstra horninu þegar þú opnar appið, opnaðu stillingar notanda, veldu akstursdagbók og ýttu á Hætta í áskrift.

  • Forsenda fyrir því að hægt sé að krefja vinnuveitanda um endurgreiðslu á ferðum er annars vegar að ráðningarsamband starfsmannsins geri ráð fyrir slíkum endurgreiðslum og hins vegar að endurgreiðslurnar falli undir skilyrði RSK sem lesa má um hér. Ferðir til og frá vinnu eru ekki endurkrefjanlegar en flestar aðrar ferðir á vegum vinnuveitanda eru það.

  • Það getur komið fyrir að ferð sem á heima í akstursdagbók er ekki að finna í appinu, en þú græjar það með því að bæta henni við handvirkt. Byrjaðu á því að velja punktana þrjá uppi í hægra horninu, síðan Bæta við ferð. Veldu bílnúmerið sem við á, dagsetningu ferðar og tilgang. Veldu hvaðan og hvert var farið og staðfestu fjölda kílómetra. Ýttu svo á Vista ferð og þá birtist ferðin í yfirliti yfir skráðar ferðir.